top of page

Miðgarðakirkja vígð !

  • oddurbjarni
  • Aug 9
  • 1 min read
ree

Á morgun er gleðidagur í Grímsey, þegar ný Miðgarðakirkja verður vígð með pompi og pragt, en það er biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir sem það annast, ásamt með fleira góðu fólku, vígðu sem óvígðu.

Kirkjuklukkurnar verða helgaðar og afhentar, en þær eru gjöf frá söfnuði Hallgrímskirkju. Að þeirri helgun lokinni verður samhringt klukkunum í Miðgarðakirkju og Hallgrímskirkju og gengið til vígsluathafnar.


Þann 21. september næstkomandi verða liðin fjögur ár frá hinum skelfilega bruna þegar Miðgarðakirkja brann til ösku. Heimamenn hófust strax handa við að byggja nýja kirkju og fundu fyrir miklum velvilja þjóðarinnar í sinn garð - og það er óhætt að fullyrða að hér hefur grettistaki verið lyft.


Síðustu misseri hafa verið haldnar helgistundir í kirkjunni, ófullbúinni - en nú er loksins komið að því að hún verði vígð og Grímseyingar eiga að nýju Miðgarðakirkju. Hjartanlega til hamingju kæra Miðgarðasókn og megi Guðs blessun fylgja kirkjunni og sóknarbörnum hennar um ókomna tíð.

 
 
 

Recent Posts

See All
Sumarfrí -

Kæru vinir - sr. Erla Björk er komin til baka úr sumarfríi - og sr. Oddur Bjarni er kominn í frí - og verður þar fram í miðjan ágúst....

 
 
 

Komentar


bottom of page