Gleðilegt nýtt ár !
- oddurbjarni
- 3 days ago
- 1 min read

Við óskum sóknarbörnum Dalvíkurprestakalls og ástvinum þeirra allrar gæfu á árinu sem gengið er í garð. Megi það færa ykkur gróanda og gleði, umhyggju og ástúð - og styrkja ykkur á alla vegu. Hjartans þakkir fyrir samveru liðinna ára - hittumst heil í kirkjunum okkar fallegu. Guð blessi ykkur öll og varðveiti.