HIMINN OG JÖRÐ
- oddurbjarni
- Oct 17
- 1 min read

Sunnudaginn 19. október verður guðsþjónusta í Tjarnarkirkju kl. 13.00 sem ber yfirskriftina “Himinn og jörð”.
Þórður Sigurðarson snillingur annast hljóðfæraleik og sr. Oddur Bjarni leiðir stundina -
Lög Gunnars Þórðarsonar verða í öndvegi og svo verða ritningartextar og sálmar tengdir við hvert og eitt lag. Og að sjálfsögðu syngjum við saman og eigum dásamlegt samfélag - Því maður er jú manns gaman - Hittumst heil!
Matteusarguðspjall: “Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“



Comments