Aðventuhátíð í Hríseyjarkirkju
- oddurbjarni
- Nov 26, 2025
- 1 min read

Laugardaginn 29. nóvember verður aðventuhátíð haldin í Hríseyjarkirkju kl. 16.00. Þar verður aldeilis æskan í forgrunni, því að eldri börnin flytja okkur helgileik og við syngjum með. Svo stíga leikskólabörnin á stokk og synga.
Þórður stýrir almennum söng á sinn einstaka hátt og sr. Oddur Bjarni leiðir stundina. Að loknu góðu samfélagi, höldum við út í kirkjugarð og tendrum lýsingu á leiðum.
Gleðilega aðventu !


Comments