top of page
  • oddurbjarni

Páll kveður og Þórður heilsar


Guðþjónusta sunnudaginn 17. september í Dalvíkurkirkju kl. 11.00


Okkar kæri Páll Barna Szabó - eða bara Palli organisti eins og við segjum venjulegast - kveður á sunnudaginn kl. 11.00 eftir margra ára farsælt starf.


Kórinn syngur undir hans stjórn og Palli fer fimum höndum um orgelið. Ef vel verður að gáð, má sjá glitta í nýja organistann, Þórð Sigurðarson meðal kórfélaga.


Það er hverri kirkju mikilvægt að eiga góðan organista og samstarfsmann og við kveðjum Palla með kærum þökkum fyrir liðin ár og óskum honum Guðs blessunar í framtíðinni.


Að lokinni guðþjónustu verður súpa og samfélag í safnaðarheimilinu - báðir prestarnir okkar, sr. Erla Björk og sr. Oddur Bjarni leiða þjónustuna. Endilega fjölmennum og eigum góða stund saman!

99 views

Recent Posts

See All

Bænastundir hefjast að nýju

Kæru vinir nær og fjær Bænastundirnar hefjast aftur í dag - 11. september - Þær verða með hefðbundnu sniði, Þórður organist sest við...

Comentários


bottom of page