top of page

Hjálparstarfið og fermingarbörnin okkar

  • oddurbjarni
  • Nov 2, 2022
  • 1 min read

Börnin í fermingarfræðslunni í Dalvíkurkirkju leggja sitt af mörkum í hjálparstarfi með því að ganga í hús í bænum þann 3. nóvember n.k. milli kl.18.00 - 19.00 með innsiglaðan bauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd og bjóða fólki að leggja starfinu lið með fjárframlagi.

Börnin banka upp á tvö til þrjú saman í hópi og fá endurskinsmerki til að bera í rökkrinu og þeim er uppálagt að fara ekki inn til fólks.

Stuðningur þinn skiptir máli og hjálpar okkur að aðstoða fólk sem býr við sára fátækt.


 
 
 

Recent Posts

See All
Nú árið er liðið... Nýársmessa á Tjörn

Þann 4. janúar kl. 13.00 verður nýársguðsþjónusta í Tjarnarkirkju. Þar syngur Samkórinn okkar góði undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar og Þórey Dögg djákni þjónar. Hlý og góð samvera í upphafi nýs árs

 
 
 

Comments


bottom of page