Þórey Dögg djákni hefur störf.
- oddurbjarni
- Sep 1
- 1 min read

Í dag, 1. september hefur Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni og Dalvíkingur að upplagi, störf sín hjá okkur í Dalvíkurprestakalli í fjarveru sr. Erlu Bjarkar sem er í leyfi fram á nýtt ár.
Þórey Dögg hefur víðtæka reynslu af barnastarfi, starfi með eldri borgurum á öllum aldri, safnaðarstarfi, viðburðarstjórnun og verkefnastjórnun af ýmsu tagi. Einnig hefur hún starfað fyrir Nýja Dögun og Píetasamtökin. Svo ljóst vera að það er mikill fengur að kröftum hennar og við hlökkum til að eiga með henni góðar stundir og tökum vel á móti henni.
Vertu hjartanlega velkomin til starfa!
Comments