top of page

Stemning í Mottu-mars messu -

  • oddurbjarni
  • Mar 25, 2025
  • 1 min read


Það var sneisafull Dalvíkurkirkja sunnudagskvöldið 16. mars, þegar um 200 manns komu saman og sungu, báðust fyrir og hlustuðu á Sigurbjörn Árna Arngrímsson deila reynslu sinni af baráttu við krabbamein. Var einstakt á að hlýða. Karlakór Dalvíkur söng aldeilis frábærlega við magnaðar undirtektir - og svo sameinuðumst öll í bæn. Gott var samfélagið á eftir þegar við hittumst í safnaðarheimilinu, fengum okkur kaffisopa og fjölmargir fór heim með fallegan skartgrip í fórum sínum. Skartgripahönnuðurinn Hörður Óskarsson var með sinn varning á boðstólum og í kjölfarið fékk Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) vænan styrk frá honum. Dásamlegt kvöld sem gat hreinlega ekki verið betra. Hjartans þakkir öll sem komuð!

 
 
 

Recent Posts

See All
Nú árið er liðið... Nýársmessa á Tjörn

Þann 4. janúar kl. 13.00 verður nýársguðsþjónusta í Tjarnarkirkju. Þar syngur Samkórinn okkar góði undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar og Þórey Dögg djákni þjónar. Hlý og góð samvera í upphafi nýs árs

 
 
 

Comments


bottom of page