top of page

Prjónamessa í Glæsibæjarkirkju

  • oddurbjarni
  • Nov 13, 2025
  • 1 min read

Á degi íslenskrar tungu hreiðrum við um okkur í notalegri Glæsibæjarkirkju með prjóna og hvaðeina, að kvöldi 16. nóv.

Kirkjukórinn okkar dásamlegi syngur ljúfa kvöldsálma og söngva undir stjórn Sigrúnar Mögnu og sr. Oddur Bjarni þjónar.


Og svo fáum við góðan gest -

Jón Hjaltason sagnfræðingur á farsælan feril sem rithöfundur og hefur ritað fjölda bóka. Þeirra á meðal er "Markús : á flótta í 40 ár" hvar segir frá undraverðu lífshlaupi manns sem baslaði hálfa ævina í Eyjafirði, var fangi í Kaupmannahöfn og flóttamaður í 40 ár - og átti tengsl í Hörgársveitina.


Hittumst heil kl 20.00 í Glæsibæjarkirkju 16. nóvember.

 
 
 

Recent Posts

See All
Nú árið er liðið... Nýársmessa á Tjörn

Þann 4. janúar kl. 13.00 verður nýársguðsþjónusta í Tjarnarkirkju. Þar syngur Samkórinn okkar góði undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar og Þórey Dögg djákni þjónar. Hlý og góð samvera í upphafi nýs árs

 
 
 

Comments


bottom of page