Og rólega förum við af stað ...
- oddurbjarni
- Sep 2
- 1 min read
Þá er september genginn í garð og smám saman hefst rútínan -
Á morgun - 3. september - er fyrsta bænastundin í Dalvíkurkirkju, er víst að þar verða fagnaðarfundir. Þórey Dögg djákni hefur umsjón með þeirri stund.
Á sunnudaginn kemur, 7. september, verður kvöldmessa í Dalvíkurkirkju þar sem Þórey Dögg og Oddur Bjarni þjóna saman. Kórinn syngur notalega sálma undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Miðvikudaginn 10. september hefst fermingarfræðslan á Dalvík -
Hittumst heil og hress :)
Comments