top of page

...og lífið gengur sinn gang.

oddurbjarni

Haustið er komið og safnaðarstarf er smám saman að skríða af stað. Hér er svona það helsta og næsta í tíma.

Kórastarf

Kórar eru byrjaðir að æfa og ef það blundar nú í þér hvort tveggja söngvari og þörf fyrir frábæran félaggskap, þá endilega hafðu samband við organistana okkar. Þórður Sigurðarson hefur tögl og hagldir í Hrísey og hjá Samkór Dalvíkurbyggðar (sem telur til Stærri-Árskógskirkju og kirkjurnar í Dalvíkursókn) en Sigrún Magna Þórsteinsdóttir stjórnar kirkjukór Möðruvalla. Nýtt fólk er alltaf velkomið.

Bænastundir. Bænastundir eru á sínum stað, í hádeginu á miðvikudögum í Dalvíkurkirkju. Þórður sest við hljóðfærið kl. 12.00 og kl. 12.15 hefst bænagjörðin, sem endar með samfélagsmáltíð í Safnaðarheimilinu. Oft gleðja okkur óvæntir gestir, svo endilega komið og njótið. Fyrsti Sunnudagaskólinn í vetur í Dalvíkurkirkju verður kl. 10.00 sunnudaginn 29. september Það verður líf og fjör! Og það verður líka líf og fjör þegar Fjölskylduguðþjónusta verður haldin í Hríseyjarkirkju 22. september kl. 14.00 - Erla og Þórður leika við hvurn sinn fingur -

Hlökkum til að sjá ykkur!

60 views

Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page