Það verður líf og fjör í kirkjunum á sunnudaginn kemur :
kl. 11.00 er guðsþjónusta í Stærri-Árskógskirkju og sr. Erla Björk þjónar. Samkór Dalvíkurprestakalls syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.
kl. 13.00 er guðþjónusta í Dalvíkurkirkju. Lög Magnúsar Eiríkssonar verða allsráðandi og ætlum við að syngja þau saman, enda eru þetta lög sem við þekkjum öll. Þórður verður á hammondinu og Júlli Baldurs á gítar (og kannski skeiðum?) sr. Oddur Bjarni leiðir stundina.
kl. 20.00 er guðþjónusta í Möðruvallaklausturskirkju. Í tilefni af því að 10 ár eru frá því að sr. Oddur Bjarni hóf þjónustu í prestakallinu, verður messan sniðin að því. Fermingarbörn úr fyrsta árgangi taka þátt og tónlistin verður héðan og þaðan frá síðastliðnum 10 árum. Kórinn syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu organista og við sama tækifæri verður þeim kórmeðlimum þakkað af hjarta sem eiga sér 30 ára söngferil (eða lengri!) - Góður sunnudagur framundan!
Comments