top of page

HAUSTMESSUR og helgin komandi

  • oddurbjarni
  • Sep 28, 2023
  • 1 min read

Kæru vinir - enn njótum við haustlitanna, því ekki hafa öll laufin fokið útí veður og vind. Því er tilvalið að renna sér í kirkju og njóta fallegra tóna og tals í haustmessum. Kl. 11.00 verður haustmessa í Dalvíkurkirkju á sunnudaginn kemur. 1. október

og kl 14.00 sama dag er haustmessa í Hríseyjarkirkju. Sr. Erla Björk þjónar í báðum athöfnum og með henni Þórður Sigurðarson organisti sem stjórnar kórum.





Blessuð börnin

Dalvíkursókn Kl. 10.00 á sunnudag er sunnudagaskólinn á sínum stað í Dalvíkurkirkju þar sem leiðtogar leika á alls oddi - Möðruvallasókn Kl. 11.00, eða að afloknum íþróttaskóla Smárans, verður saga og söngur fyrir börnin uppi í sal. Anna Lind Logadóttir, Eyrún Lilja Aradóttir og Oddur Bjarni leiða stundina. Góður gestur mætir, en Margrét Sverrisdóttir kemur með brúðuna Gýpu og tekur lag úr leikritinu sem leikhópurinn "Umskiptingar" frumsýna á sunnudaginn kl. 14.00 í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Góð helgi framundan!


 
 
 

Comments


bottom of page