top of page

Aðventuhátíðir í Möðruvallasókn.

oddurbjarni


Kl. 17.00 fyrsta sunnudag í aðventu (3. des) hópumst við í Möðruvallakirkju og njótum. Við hlýðum á barnakór Þelamerkur syngja og sömuleiðis flytur okkar dásamlegi kirkjukór ljúf lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu. Við syngjum okkur í jólaskap - og fjölskyldan á Möðruvöllum 1 flytur okkur jólaguðspjallið með leikhljóðum og gleði.

Að stund lokinni fáum við okkur kakó og gott samfélag í Leikhúsinu. Dásamlegt upphaf aðventu fyrir alla fjölskylduna!



10. desember kl. 20.00 er aðventuhátíð í Bægisárkirkju. Við fáum unga snillinga úr tónlistarskólanum til að gleðja okkur. Kirkjukórinn syngur fyrir okkur ljúflingslög og sálma - Og ræðumaður kvöldsins er Þorsteinn Rútsson. Sr. Oddur Bjarni leiðir stundina og fjöldasöng.

Hátíðleg stund og notaleg fyrir unga sem aldna.



193 views

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page