
Í Stærri-Árskógi verða Kirkjukúnstir kl. 11.00 í íþróttahúsinu. Fjölskyldan á gæðastund saman við ýmis verkefni og leiki - og svo sameinumst við í samfélagsmáltíð. Oddur Bjarni og Þórður organisti leiða með góðri hjálp kvenfélagsins og Guðrúnar Huldu.
Þá verður líka mikið fjör í Dalvíkurkirkju kl. 11.00 - en þá er messa fermingarbarna á Æskulýðsdeginum. Mikið um að vera við leik og gleði og sannköllum fjölskyldusamvera.
Comments