Stemning í Mottu-mars messu -
- oddurbjarni
- Mar 25
- 1 min read

Það var sneisafull Dalvíkurkirkja sunnudagskvöldið 16. mars, þegar um 200 manns komu saman og sungu, báðust fyrir og hlustuðu á Sigurbjörn Árna Arngrímsson deila reynslu sinni af baráttu við krabbamein. Var einstakt á að hlýða. Karlakór Dalvíkur söng aldeilis frábærlega við magnaðar undirtektir - og svo sameinuðumst öll í bæn. Gott var samfélagið á eftir þegar við hittumst í safnaðarheimilinu, fengum okkur kaffisopa og fjölmargir fór heim með fallegan skartgrip í fórum sínum. Skartgripahönnuðurinn Hörður Óskarsson var með sinn varning á boðstólum og í kjölfarið fékk Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) vænan styrk frá honum. Dásamlegt kvöld sem gat hreinlega ekki verið betra. Hjartans þakkir öll sem komuð!
Comments