top of page
oddurbjarni

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur!


Það verður mikið um dýrðir þessa sjómannadagshelgi.

Á sunnudaginn, sjómannadaginn 2. júní verða guðþjónustur sem hér segir: Hríseyjarkirkja: Kl. 11.11 - Jón Þorsteinn Reynisson mætir með nikkuna og sr. Erla Björk þjónar.


Stærri-Árskógskirkja: Kl. 11.00 - Þórður organisti stjórnar kór og sjómannasöngvar og sálmar ráða ríkjum. Að lokinni guðþjónustu leiðir Hermann Guðmundsson okkur að minnisvarðanum og við syngjum og förum með bæn. Sr. Oddur Bjarni þjónar. Dalvíkurkirkja : Kl. 13.00 - Þórður og kórinn leiða söng og í guðþjónustunni fer fram heiðrun sjómanna, samkvæmt gamalli og góðri hefð sjómannadagsráðs. Ungliðar úr björgunarsveitinni ganga með blómsveig að minnisvarðanum að lokinni guðþjónustu og eru fánaberar. Í garðinum verður sungið og farið með bæn. Sr. Oddur Bjarni þjónar.

Svo að sjálfsögðu fylkja allir liði í hið rómaða slysavarnarkaffi í safnaðarheimilinu.


Grímsey : 30. maí

Þá sigla klerkur og organisti út í Grímsey og halda sjómannadagsmessu. Og ekki er ólíklegt að verði gripið til nikkunnar og sungið jafnvel eitthvað meira en sem nemur einni guðþjónustu.

Við óskum öllum sjómönnum innilega til hamingju með daginn!

38 views

Recent Posts

See All

Bình luận


bottom of page