Hér gefur að líta fjölskylduna: Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Þórður Sigurðarson og börnin þeirra tvö.
Kæru vinir - það er okkur mikil ánægja að bjóða Þórð Sigurðarson til starfa, en hann er nýr organisti okkar, og kórstjóri í Dalvíkur- Stærri-Árskógs- og Hríseyjarsóknum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórður snert á æði mörgu í tónlistarheiminum öðru en kirkjutónlist; jazz, söngleikjum, kórstjórn, útsetningum og tónsmíðum. Það er ljóst að við fáum fjölhæfan einstakling til starfa og við hlökkum til komandi ára.
Við bjóðum Þórð og fjölskyldu hans hjartanlega velkomin!
Comments