top of page
  • oddurbjarni

Líf og fjör undanfarið!

Landshlutamót á Vopnafirði

Æskulýðsfélag Dalvíkurkirkju ásamt æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju sóttu saman landshlutamót æskulýðsfélaga sem haldið var á Vopnafirði helgina 14.- 16. október síðastliðinn. Mikill spenningur ríkti, enda langt síðan hægt hefur verið að halda slíkan viðburð. Mótið var frábærlega heppnað, en krakkarnir fengu, auk frjáls tíma og skemmtilegra smiðja, fræðslu um vináttu, virðingu og kærleika. Hæfileikakeppni var svo haldin á laugardagskvöldinu sem endaði á skemmtilegu balli. Við hlökkum til að sækja fleiri viðburði heim sem þessa! :)

Æskulýðs- og TTT-starf í Dalvíkurbyggð


Masterchef keppni var haldin - namm!


Í haust hefur mikið líf verið í barnastarfi kirkjunnar í Dalvíkurbyggð. Lára Ósk Hlynsdóttir hefur verið í forsvari fyrir starfið bæði í Hrísey, Árskógsskóla og í Dalvíkurkirkju í haust með hjálp prestanna. Krakkarnir hafa ásamt fræðslu farið í ýmislega leiki eins og t.a.m. Verkefni ómögulegt, ratleik, stólaleiki og leiki í íþróttahúsi. Þau hafa tekið þátt í Masterchef keppni, Fáránleikum, auk þess sem Æskulýðsfélag Dalvíkurkirkju sem er fyrir krakka í 8. -. 10 bekk sóttu Landshlutamót æskulýðsfélaga á Vopnafirði. Framundan er heilmargt skemmtilegt og við hvetjum alla krakka til þess að eiga með okkur skemmtilegar stundir í kirkjunni.


1 view

Recent Posts

See All

Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup !

Um hádegi í dag lauk kjöri til biskups Íslands og nú er fyrirliggjandi að sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli hlaut kosningu. Við óskum henni Guðs blessunar og velfarnað

Comments


bottom of page