top of page

Líf og fjör á sunnudegi!

  • oddurbjarni
  • Feb 2
  • 1 min read

Í dag verður aldeilis gleði -


Kl. 11.00 verður sögu- og dund-stund að loknum íþróttaskólanum í Þelamörk. Oddur Bjarni og Sunneva flytja smá leikþátt og syngja og spjalla -


kl. 15.00 hefjast Kirkjukúnstir í íþróttahúsinu í Hrísey. Þarna verða allskonar skemmtileg verkefni fyrir alla fjölskylduna að leysa og vinna í sameiningu. Föndur, leikir og svo endum við með sameiginlegri máltíð : Vöfflur! :)


kl. 20.00 er guðsþjónusta í Möðruvallakirkju - kórinn syngur fallega undir stjórn organistans okkar, Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Hlý og notaleg stund þar sem sr. Oddur Bjarni fær að þjóna.


Gleði og gaman í allan dag !

 
 
 

Opmerkingen


bottom of page