top of page

Hetjur hafsins - Sjómannadagsmessur

  • oddurbjarni
  • May 29
  • 1 min read

3 guðsþjónustur verða haldnar sunnudaginn 1. júní -


kl. 11.00 - Guðsþjónusta í Stærri-Árskógskirkju. Kórinn syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar og sr. Erla Björk Jónsdóttir þjónar.


kl. 11.11 - Guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju. Almennur safnaðarsöngur og Hrund Hlöðversdóttir leikur undir á harmonikku. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson þjónar. kl. 13.00 - Guðsþjónusta í Dalvíkurkirkju. Kórinn syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar og sr. Erla Björk Jónsdóttir þjónar. Að vanda fer fram heiðrun sjómanna

Hið árlega sjómannadagskaffi Slysavarnardeildar Dalvíkur verður kl. 14.00 að guðsþjónustu lokinni, í safnaðarheimilinu og er til kl. 17.00. Verðið er 2.500 fyrir fullorðna og 1000 krónur fyrir grunnskólabörn. Gleðilegan sjómannadag!


 
 
 

Recent Posts

See All
sr. Erla Björk fer í sumarleyfi

Kæru vinir - hún sr. Erla Björk er komin í sumarleyfi og fær að njóta þess allt fram til 16. júlí, þegar hún kemur aftur til starfa. Á...

 
 
 

Comments


bottom of page