Á sunnudaginn verður haldin guðþjónusta í fjórum sóknum prestakallsins, tendrað á kertum og látinna minnst.
Stærri-Árskógskirkja kl. 11.00. Samkór Dalvíkurbyggðar syngur ljúfa sálma undir stjórn Þórðar organista. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir, sem skrifaði Ástin, drekinn og dauðinn flytur hugvekju. Sr. Oddur Bjarni þjónar
Möðruvallaklausturskirkja kl. 13.00
Kirkjukórinn syngur hugljúfa sálma undir stjórn Sigrúnar Mögnu organista. Kirkjugestir geta tendrað á bænaljósi. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir, sem skrifaði Ástin, drekinn og dauðinn flytur hugvekju. Sr. Erla Björk Jónsdóttir þjónar.
Hríseyjarkirkja kl. 14.00
Við syngjum saman notalega sálma og lög - Þórður Sigurðarson leikur undir og leiðir söng. Sr. Oddur Bjarni þjónar.
Dalvíkurkirkja kl. 20.00
Samkór Dalvíkurbyggðar syngur ljúfa sálma undir stjórn Þórðar organista. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir, sem skrifaði Ástin, drekinn og dauðinn flytur hugvekju. Látinna verður minnst og tendrað á ljósi fyrir þeim. Sr. Erla Björk Jónsdóttir þjónar.
Comments