top of page

Aðventuhátíð í Hrísey 2. desember kl. 17.00

  • oddurbjarni
  • Nov 28, 2023
  • 1 min read

2. DESEMBER - Aðventuhátíð í Hríseyjarkirkju.

Við eigum saman ljúfa og hátíðlega stund, syngjum okkur í jólaskap og njótum. Börnin láta ljós sitt skína, bæði yngri og eldri. Sr. Oddur Bjarni leiðir stundina ásamt með Þórði Sigurðarsyni organista og kór. Að stund lokinni verður gengið samkvæmt venju út í garð og leiðarlýsing tendruð við söng. Dásamlegt upphaf aðventunnar!

 
 
 

Comments


bottom of page