top of page
  • oddurbjarni

Aðventan nálgast!


"Við kveikjum einu kerti á, hans koma nálgast fer..." - Aðventan er að ganga í garð í allri sinni dýrð!


Laugardaginn 26. nóvember kl. 17.00 tökum við forskot á sæluna því þá verður aðventuhátíð í Hríseyjarkirkju og leiðalýsing tendruð í kjölfarið. Blessuð börnin flytja okkur helgileik, kirkjukór Möðruvalla syngur okkur falleg lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu organista -og svo er samsöngur að sjálfsögðu, allt til að koma okkur í svolítið jólaskap!


27. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu verður mikið um að vera: Kl. 16.00 er aðventuhátíð í Möðruvallaklausturskirkju. Kl. 17.00 er aðventuhátíð í Stærri-Árskógskirkju og kl. 20.00 í Dalvíkurkirkju. Kórsöngur, samsöngur, helgileikir og hugvekjur einkenna allar stundirnar. Tendruð er lýsing á leiðum kirkjugarða, nema á Möðruvöllum, en þar verður samvera í Leikhúsinu, boðið upp á heitt kakó og með því.

Njótum þess að mega loksins eiga þessar samverur að nýju - hittumst heil og samgleðjumst!

10 views

Recent Posts

See All

Bænastundir hefjast að nýju

Kæru vinir nær og fjær Bænastundirnar hefjast aftur í dag - 11. september - Þær verða með hefðbundnu sniði, Þórður organist sest við...

Comments


bottom of page