top of page
  • oddurbjarni

Írsk messa og stemning í Möðruvallakirkju


Við syngjum írska tóna í Möðruvallakirkju í guðþjónustu þar kl. 13.00, sunnudaginn 26. mars.


Tónlistin spannar allt frá írskum sálmum og þjóðlögum til U2.


Kórinn er yfirmáta spenntur ásamt stjórnanda sínum, Sigrúnu Mögnu, þó ólíklegt megi teljast að þau stígi sporið.


Sr. Oddur Bjarni fær að þjóna í stundinni og að henni lokinni, þá fáum við okkur kaffi í Leikhúsinu. Hittumst heil og glöð á sunnudaginn klukkan eitt! :)

126 views
bottom of page